Úrslitaleikur hjá 5. flokki
Í dag, föstudaginn 20. maí, leikur C-lið 5. flokks karla til úrslita í Faxaflóamótinu. Keflavík sigraði í sínum riðli og leikur gegn Gróttu, sem sigraði í hinum riðlinum. Leikurinn fer fram á Iðavöllum og hefst kl. 17:00. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn og hvetja piltana til sigurs.