Úrslitaleikurinn á miðvikudag
Keflavík og FH leika til úrslita í Deildarbikarnum þetta árið. Úrslitaleikurinn fer fram á Stjörnuvelli í Garðabæ miðvikudaginn 3. maí kl. 20:00. FH-ingar hafa tvisvar sigrað í þessari keppni, árin 2002 og 2004. Keflavík hefur einu sinni leikið til úrslita, árið 2003 töpuðum við í vítaspyrnukeppni gegn Skagamönnum eftir 1-1 jafntefli. Það má búast við spennandi leik á miðvikudag, okkar strákar hafa verið að leika vel undanfarið og ekki þarf að fara mörgum orðum um styrk Íslandsmeistaranna. Þar er því full ástæða til að hvetja alla stuðningsmenn til að mæta, sjá skemmtilegan leik og styðja okkar lið.
Keflvíkingar og FH-ingar ganga til leiks í fyrsta leik Landsbankadeildarinnar síðasta sumar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)