Úrslitaleikurinn hjá stelpunum á morgun
Keflavík og ÍA leika til úrslita í 1. deild kvenna á Varmárvelli í Mosfellsbæ á morgun, laugardag, kl. 15:00. Við hvetjum bæjarbúa og stuðningsmenn Keflavíkur til að fjölmenna á leikinn og hvetja stelpurnar en það lið sem sigrar í leiknum tryggir sér sæti í úrvalsdeild að ári.