Við minnum aftur á úrslitaleik Keflavíkur og ÍA í deildarbikarnum. Leikurinn fer fram á Valbjarnarvelli í Laugardalnum og hefst kl. 18:00. Bæði liðin hafa verið að leika vel í keppninni og því má reikna með hörkuleik en þetta er í fyrsta skipti sem Keflavíkurliðið kemst svo langt í þessari keppni.