Úrtak 17 ára landsliðsins
Þær Eva Kristinsdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir hafa verið valdar í 26 manna úrtak fyrir U-17 ára landslið stúlkna. Þær voru einnig í 35 manna úrtaki ásamt Karen Sævarsdóttur. Æfingar verða nú um helgina í Fífunni á laugardeginum þar sem U-17 og U-19 æfa saman og í Egilshöll á sunnudeginum.
Mynd: Anna Rún Jóhannsdóttir