Útileikur gegn Aftureldingu í VISA-bikarnum
Stelpurnar okkar leika gegn Aftureldingu í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins. Leikurinn fer fram á Varmárvelli fimmtudaginn 12. júlí. Keflavík hefur þegar sigrað HK/Víking og Fylki í keppninni en Afturelding vann GRV 4-0 og lið ÍBV 2-0. Þess má geta að Afturelding leikur í 1. deild og er í 2.-4 sæti A-riðils. Hér má sjá hvaða lið leika saman í 8 liða úrslitunum.
Breiðablik - Valur
Stjarnan - Fjölnir
Afturelding - Keflavík
Þór/KA - KR