Útileikur gegn FH í bikarnum
Búið er að draga í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla og hlutskipti okkar liðs er útileikur gegn FH. Leikurinn verður á Kaplakrikavelli sunnudaginn 2. júní kl. 19:15.
Þessi lið hafa áður mæst tíu sinnum í bikarkeppninni, fyrst árið 1972 en síðast árið 2010. Keflavík hefur unnið fimm leiki en FH fjóra og einum lauk með jafntefli. Markatalan er 15-10 fyrir Keflavík.
Bikarleikir Keflavíkur og FH.
| 2010 | 16 liða úrslit | Keflavík - FH | 2-3 |
Paul McShane Haraldur Freyr Guðmundsson |
| 2009 | 8 liða úrslit | Keflavík - FH | 3-1 |
Símun Samuelsen 2 Sjálfsmark |
| 2008 | 16 liða úrslit | Keflavík - FH | 3-1 |
Guðmundur Steinarsson Guðjón Árni Antoníusson Patrik Redo |
| 2000 | 8 liða úrslit | Keflavík - FH | 1-1 (7-8 v) | Guðmundur Steinarsson |
| 1996 | 16 liða úrslit | Keflavík - FH | 2-0 |
Eysteinn Hauksson Ragnar Margeirsson |
| 1992 | 16 liða úrslit | Keflavík - FH | 1-2 | Georg Birgisson |
| 1986 | 8 liða úrslit | FH - Keflavík | 0-1 | Freyr Sverrisson |
| 1973 | 8 liða úrslit | Keflavík - FH | 2-0 |
Steinar Jóhannsson Sjálfsmark |
| 1972 | Undanúrslit | Keflavík - FH | 0-0 | |
| 1972 | Undanúrslit | FH - Keflavík | 2-0 |
