Útileikur gegn Hetti í bikarnum
Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Valitor-bikarsins. Okkar hlutur er útileikur gegn Hetti frá Egilsstöðum en leikirnir í umferðinni fara fram 25.og 25. maí. Höttur varð í 4. sæti í 2. deildinni í fyrra sem var besti árangur félagsins á Íslandsmóti frá upphafi. Með liðinu léku þá tveir fyrrverandi leikmenn okkar, þeir Óttar Steinn Magnússon og Högni Helgason og þjálfari liðsins nú er enn einn fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, Eysteinn Húni Hauksson.
Þess má geta að þetta verður annar bikarleikur Keflavíkur og Hattar. Liðin mættust á Egilsstaðarvelli árið 1994 og þá einnig í 32 liða úrslitum. Keflavík vann þann leik 2-0 þar sem Sverrir Þór Sverrisson og Gunnar Oddsson gerðu mörkin.