Útisigur á Álftanesi
Keflavík vann 2-0 sigur á liði Álftaness þegar liðin mættust í 3. umferð fyrstu deildar kvenna. Okkar stúlkur komust yfir strax á 6. mínútu þegar fyrirliðinn Karitas Ingimarsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. Það var svo Fanney Kristinsdóttir sem gulltryggði sigurinn með marki snemma í seinni hálfleik.
Eftir leikinn er Keflavík í 2. sæti riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur er útileikur gegn Völsungi á Húsavíkurvelli laugardaginn 16. júní kl. 14:00.
-
Þetta var 8. deildarleikur Keflavíkur og Álftaness og hefur Keflavík unnið þá alla. Markatalan er 65-1 fyrir Keflavík. Þar munar mest um þrjá stórsigra árið 2004 þegar Álftnesingar sendu fyrst lið til leiks en leikirnir hafa jafnast með árunum eins og úrslitin í þessum síðasta leik bera með sér.
-
Karitas Ingimarsdóttir skoraði sjöunda markið sitt í sínum 48. deildarleik fyrir Keflavík. Fanney Kristinsdóttir skoraði áttunda deildarmark sitt í 35. leiknum.
-
Keflavík hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni í ár og er það besti árangur liðsins frá árinu 2004 þegar liðið fékk ekki á sig mark í fyrstu fjórum deildarleikjunum.
-
Signý Jóna Bjarnveigardóttir lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk á Íslandsmóti.
1. deild kvenna, Bessastaðavöllur, 9. júní 2012
Álftanes 0
Keflavík 2 (Karitas Ingimarsdóttir víti 6., Fanney Þórunn Kristinsdóttir 54.)
Keflavík: Anna Rún Jóhannsdóttir (Margrét Ingþórsdóttir 46.), Heiða Helgudóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 54.), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir (Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir 70.), Andrea Ósk Frímannsdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir (Signý Jóna Bjarnveigardóttir 54.), Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Dagmar Þráinsdóttir.
Gult spjald: Fanney Þórunn Kristinsdóttir (80.), Andrea Ósk Frímannsdóttir (81.), Ólína Ýr Björnsdóttir (86.).
Dómari: Þorleifur Andri Harðarson.
Aðstoðardómarar: Alexander Leó Þórsson og Gunnar Oddur Hafliðason.