ÚTKALL - Allir í Krikann!
Á morgun sunnudag mætum við FH-ingum í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 16:00. Þessi leikur hefur allt að segja fyrir bæði lið. FH verður að vinna til að halda í vonina um sigur í deildinni en sigur eða jafntefli hjá Keflavík tryggir okkur Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er leikur sem enginn stuðningsmaður Keflavíkur má láta sig vanta á. Strákarnir í liðinu hafa fundið fyrir miklum stuðningi í bæjarfélaginu og víðar. Það nær meira að segja út fyrir landsteinana og þarf undirritaður að senda SMS á einhverja sjö aðila sem eru staddir erlendis. Það er mín von, sem og allra leikmanna og þeirra sem að liðinu standa, að allir sem vettlingi geta valdið komi í Kaplakrika á sunnudaginn og styðji liðið eins best og þeir geta. Kristján þjálfari segir að næsti leikur sé alltaf sá mikilvægasti hjá leikmönnum og sama á við um stuðningsmennina. Skemmtum okkur á sunnudaginn... ÁFRAM KEFLAVÍK!
Kær kveðja,
Jón Örvar Arason
forráðamaður og liðsstjóri
PS: ég var á vellinum í september 1973 og ég verð á vellinum í september 2008.
Fagnað á síðustu mínútunni í fyrri leik Keflavíkur og FH.
Mynd frá Víkurfréttum.