Fréttir

Knattspyrna | 25. september 2003

ÚTTEKT: Sumarið hjá yngri flokkum pilta

Þó að meistaraflokkur hvers félags sé óneitanlega mest í sviðsljósinu og árangur Keflavíkurliðsins hafi verið frábær í sumar má ekki gleyma því að yngri flokkar félagsins hafa verið að æfa og leika í allt sumar og reyndar einnig síðasta vetur.  Hér að neðan má sjá samantekt Gunnars Magnúsar Jónssonar, yfirþjálfara yngri flokka pilta, á starfsemi piltaflokka Keflavíkur á árinu.

7. flokkur
Heildarfjöldi iðkenda var 101.  Fjöldi að meðaltali á æfingu var 40 piltar.

S.l. vetur keppti flokkuirnn í eftirtöldum mótum: Tomma og Jenna mót, Innanhúsmót í Keflavík, KFC mót Víkings á Víkingsvelli, Faxaflóamót úti.

Mót sumarsins voru þessi:
Vinamót Breiðabliks
A- og B lið í 1. sæti.

LOTTÓ/Búnaðarbankamótið á Akranesi:
    A-lið: 3. sæti í  A-úrslitum
    B-lið: 1. sæti í B-úrslitum
    C-lið: 3. Sæti í D-úrslitum
    D-lið: 4. Sæti í D-úrslitum

Suðurnesjamót í Grindavík: B-lið Suðurnesjameistari.

Þjálfari:  Gunnar Magnús Jónsson.
 
6. flokkur
Heildarfjöldi iðkenda í 6. flokki var 50 en meðalfjöldi á æfingu voru 35.

Vetrarmót voru Harry Potter mót í Reykjaneshöll, Suðurnesjamót í Reykjaneshöll, Svala mótið í Reykjaneshöll og Faxaflóamót.

Sumarmót:
66 gráður Norður mót í Mosfellsbæ.
Suðurnesjamót í Sandgerði.

Shellmót í Eyjum:
    A-lið: 23. sæti
    C-lið: 16. sæti
    D1-lið: 19. sæti
    D2-lið:  9. sæti (tapaði aðeins einum leik í mótinu)
Aron Ingi Valtýsson var valinn í landslið mótsins.
Elías Már Ómarsson var markakóngur mótsins í keppni D –liða með 16 mörk.

Pollamót KSÍ  er óopinbert Íslandsmót.  Leikið var í Kópavogi (dagsmót), en leiknir eru riðlar víðsvegar um landið.  Fjögur lið skipa hvern riðil.  Engin úrslitakeppni er haldin. 
    A-lið: 2. sæti
    B-lið: 3. sæti
    C-lið: 2. sæti
    D-lið: 1. sæti

Heklumót í Garðinum: D-lið Heklumótsmeistari.

Þjálfari: Einar Einarsson.

5. flokkur
Hjá 5. flokki var heildarfjöldi iðkenda 47 en fjöldi að meðaltali á æfingu var 35.

Vetrarmót voru Harry Potter mót í Reykjaneshöll, Íslandsmót innanhúss, Tomma og Jenna mótið í Reykjaneshöll, Faxaflóamót úti og inni, ásamt fjölda æfingaleikja.

Sumarmót:
Esso mótið Akureyri:
    A-lið: 18. sæti af 28 liðum
    B-lið: 19. sæti af 28 liðum
    C-lið:  6. sæti af 28 liðum
    D-lið: 10. sæti af 28 liðum

Íslandsmót:
Keflavík lék í B-riðli og var lokastaða liðanna sem hér segir:
    A-lið: 4. sæti
    B-lið: 4. sæti
    C-lið: 4. sæti
    D-lið: 1. sæti

Úrslitakeppni er haldin hjá 5. flokk og reiknast stig úr keppni A- og B-liða saman.  Þrjú stig fást fyrir sigur hjá A-liðum og 2 stig fyrir sigur hjá B-liðum.  Jafntefli gefur alltaf eitt stig.  Þrjú efstu liðin í riðlinum komust í úrslitakeppnina.  Keflavík endaði í 5. sæti í samanlagðri keppni A- og B-liða og var einungis 2 stigum frá 3. sætinu.

Suðurnesjamót í Keflavík: A-lið varð Suðurnesjameistari.

Þjálfari:  Gunnar Magnús Jónsson.

4. flokkur
Heildarfjöldi iðkenda 4. flokks var 50 en fjöldi að meðaltali á æfingu voru 32 piltar.

Síðasta mótið var keppt í þessum mótum: Sparisjóðsmót í íþróttahúsinu í Keflavík, Íslandsmót innanhús, Faxaflóamót innanhús, Faxaflóamót utanhúss, Langbest mótið í Reykjaneshöll.  Ásamt fjölda æfingaleikja.

Sumarmót:
Keflavíkurpiltum gekk mjög vel á Íslandsmótinu í ár og er sá flokkur sem náði bestum árangri yngri flokka í ár.  Liðið endaði í 2. sæti í B-riðli og vann með því sæti í úrsllitakeppninni ásamt því að spila í A-riðli að ári.
Við sendum A- og B-lið til keppni á Íslandsmótinu í ár.
B-liðið endaði í 6. sæti riðilsins með 13 stig.  Liðið sigraði í 4 leikjum, gerði 1 jafntefli og tapaði 4 leikjum.  Markakóngur var Ómar Þröstur Hjaltason með 9 mörk.
A-liðið endaði í 2. sæti með 21 stig.  6 sigrar, 3 jafntefli og ekkert tap.  Markatalan var: 39-12    Markakóngur liðsins var Björgvin Magnússon með 14 mörk.
Í úrslitakeppninni, sem leikin var í Keflavík,  lék liðið fyrst gegn Afureldingu og fóru leikar 3-3.  Því næst var leikið gegn Blikum og þar kom eini tapleikur flokksins í ár, piltarnir steinlágu 6-0.  Síðasti leikurinn var gegn KA og voru norðanmenn yfirspilaðir og urðu lokatölur 5-1.  Keflavík lenti þar með í 2. sæti í sínum úrslitariðli og voru því í 3.-4. sæti á Íslandsmótinu í ár.

VISA REY CUP er alþjóðlegt knattspyrnumót sem haldið var í Laugardalnum.  Við sendum A- og B-lið til keppni.  A-liðið endaði í 7. sæti af 16 liðum.  B-liðið endaði í 6. sæti af 16 liðum.  Mjög gott mót sem piltarnir voru sérlega ánægðir með.

Suðurnesjamótið var leikið í Njarðvík.  Keflavík varð Suðurnesjameistari í keppni A -liða.  Í keppni B-liða var Keflavík1 Suðurnesjameistari og Keflavík2 lenti í 2. sæti.

Einar Orri Einarsson fór í Knattspyrnuskóla KSÍ að Laugarvatni.

Þjálfari:  Gunnar Magnús Jónsson.

3. flokkur
Heildarfjöldi iðkenda var 29 en meðalfjöldi á æfingu 22.

Vetrarmót: Íslandsmót innanhúss (Keflavík í 2. sæti í sínum riðli), Sparisjóðsmótið innanhúss, Faxaflóamót inni og úti, Langbest mótið í Reykjaneshöll.  Auk þess  spilaði flokkurinn mikinn fjölda æfingaleikja.

Keflavík spilaði í B-riðli Íslandsmótsins.  Piltunum gekk vel og voru í harðri baráttu með að komast upp í A-riðil.  Síðasti leikur sumarsins var gegn Breiðablik og var um að ræða hreinan úrslitaleik á milli liðanna hvort liðið færi upp í A-riðil.  Því miður fyrir okkur tapaðist leikurinn og spilum við því áfram í B-riðli að ári.
Keflavík endaði í 4. sæti í riðlinum; 8 sigrar, 2 jafntefli, 4 töp.  Markatalan: 40-31.

Í Bikarkeppni KSÍ féll liðið úr leik í 1. umferð gegn KR með 2 –1 tapi í Frostaskjóli.

Keflavíkurpiltar fóru til Danmerkur þar sem þeir tóku þátt í Tivoli Cup.  Piltarnir stóðu sig frábærlega og enduðu í 3. sæti.

Ragnar Magnússon var valinn í U-17 ára landsliðshóp Íslands.
Þorsteinn Þorsteinsson valinn í úrtakshóp KSÍ sem kom saman að Laugarvatni.

Þjálfari:  Einar Einarsson.