Fréttir

Knattspyrna | 9. desember 2003

Útvarp Keflavík FM 101.7

Knattspyrnudeild hefur hafið rekstur útvarpsstöðvar og eru útsendingar hafnar á FM 101.7.  Sent verður út alla daga fram yfir áramót og verður áherslan á jólalögin og jólastemmninguna.  Einnig er á dagskrá stöðvarinnar íþróttaþáttur á hverjum degi kl. 11:00 og er það enginn annar en Hólmar Örn Rúnarsson sem sér um þann þátt.  Við hvetjum stuðningsmenn og alla Suðurnesjamenn til að stilla á FM 101.7 og upplifa jólastemmninguna af heimaslóðum.