Valletta-leikurinn hjá Sportmönnum
Sælir Sportmenn,
Næsti leikur okkar manna er á fimmtudaginn 9. júlí kl. 19:15 gegn Valletta í Evrópukeppninni. Fyrri leikurinn fór ekki alveg nógu vel en ljóst er að Möltuliðið er fyrna sterkt enda hefur það á að skipa leikmönnum eins og Jordy Cruyff innaborðs (Lék með Barca og Man. Utd. á sínum tíma og ekki þarf að kynna pabba hans neitt sérstaklega fyrir þessum hópi). Við þurfum því að eiga okkar besta leik og stuðningur áhorfenda þarf að vera betri en nokkru sinni fyrr svo við eigum möguleika á því að komast áfram. Það er því mikilvægt að allir mæti sem geta og láti vel í sér heyra.
Þar sem þetta er Evrópuleikur þá gilda árskortin ekki á þennan leik og það verður engin dagskrá fyrir leik. Aftur á móti verður kaffi og veitingar í hálfleik og eru Sportmenn að sjálfsögðu velkomnir þangað. Eins og sést á heimasíðu Keflavíkur þá er takmarkað framboð af miðum og því um að gera að tryggja sér miða í tíma. Einnig vil ég hvetja ykkur til að taka með ykkur gamla félaga sem hafa lítið látið sjá sig í sumar. Hér má sjá fréttina á heimasíðu Keflavíkur.
Að lokum vill ég benda þeim á sem ekki hafa greitt félagsgjöldin og/eða árskortin að gera það sem fyrst. Hægt er að leggja inn á reikning 1109-05-410176 kt. 090570-4719 og senda kvittun á (karlf@mitt.is). Félagsgjaldið er kr. 3.000 en þeir sem fengu einnig ársmiða greiða kr. 11.000.
Með baráttukveðju,
Sigmar Scheving