Fréttir

Knattspyrna | 18. maí 2009

Valsleikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn,

Þá er fótboltavertíðin farin af stað og fyrstu tveir leikirnir búnir.  Frábær sigur gegn FH í fyrsta leik sem náðist því miður ekki að fylgja eftir á móti Fylkismönnum.  Við urðum því miður fyrir því áfalli að missa Bóa í meiðsl og því er stuðningur okkar enn mikilvægari en áður.  Leikurinn á mánudag er svo á móti Valsmönnum sem spiluðu mjög vel í síðasta leik.  

Leikurinn byrjar kl. 19:15 og eins og venjulega á hittumst við í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut fyrir leik.  Húsið opnar kl. 18:00 og mun Kristján Guðmundsson fara yfir leikinn.  Einnig mun gamalreyndur leikmaður Keflavíkur setja saman sitt Draumalið (af leikmönnum Keflavíkur fyrr og nú) og útskýra af hverju hann velur þessa leikmenn.  Einnig mun hann fara yfir eftirminnilegasta leikinn (eða leikina) sem hann spilaði.  Þeir sem eru ekki valdir í Draumaliðið eiga svo að sjálfsögðu að þjarma að honum um svör af hverju þeir eru ekki valdir :-).  

Það gengur ágætlega að fjölga í hópnum og viljum við endilega hvetja ykkur til að draga þá sem þið þekkið (og eru gjaldgengir í Sportmenn) í félagið.  Því fleiri sem eru í félaginu því skemmtilegra verður starfið og félagið öflugra.  Þeir sem ætla að ganga í félagið (og eins þeir sem eiga eftir að greiða) geta lagt inn á reikning 1109-05-410176 kt. 090570-4719 og senda kvittun á karlf@mitt.is.  Einnig er hægt að greiða á fundinum fyrir leik (tökum þó ekki kort).

Við erum með nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að koma þessum hóp saman á öðrum tímum en fyrir leiki og þá jafnvel að hitta á leikmenn Keflavíkurliðsins.  Þessar hugmyndir verða þó kynntar betur síðar.  Allar hugmyndir eru vel þegnar hvað þetta varðar.

Frekari upplýsingar veita Raggi Steinars sími 861-5665, Kalli Finnboga sími 891-9300 og Sigmar Scheving sími 846-8051.

Kveðja,
Stjórnin