Fréttir

Knattspyrna | 18. júlí 2008

Valur - Keflavík á laugardag kl. 14:00

Á laugardaginn heimsækja okkar menn Íslandsmeistara Vals í 12. umferð Landsbankadeildarinnar og þar með hefst seinni hluti deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda og hefst kl. 14:00.  Það þarf varla að taka fram að fyrir leikinn eru okkar menn í efsta sæti deildarinnar með 25 stig.  Valsmenn eru í 4. sætinu með 19 stig og hafa verið að sækja í sig veðrið eftir fremur brösuga byrjun.  Það verður öruggllega hart barist á Hlíðarenda; Keflavíkurliðið ætlar að sjálfsögðu að halda toppsætinu en Valsmenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni.  Dómari leiksins verður enginn annar en Garðar Örn Hinriksson en aðstoðardómarar þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Einar K. Guðmundsson.  Varadómari er Valgeir Valgeirsson en eftirlitsmaður verður Þórður Georg Lárusson.  Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Keflavík og Valur hafa leikið 82 leik í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli.  Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik.  Keflavík hefur unnið 26 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 32 sinni en 24 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 120-130, Val í hag.  Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð ásamt 4-4 jafntefli í Keflavík árið 1999 og fyrri leik liðanna í sumar sem lauk með 5-3 sigri Keflavíkur.  Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964.  Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn Val; Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson hafa skorað fjögur mörk, Símun Samuelsen tvö og Guðjón Árni Antoníusson, Hans Mathiesen og Magnús Þorsteinsson hafa skorað eitt mark hver.

Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997.  Keflavíkur hefur unnið 4 leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík. 

Liðin mættust í 1. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar og fór sá leikur fram á Sparisjóðsvellinum.  Keflavík vann 5-3 í eftirminnilegum leik.  Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Hans Mathiesen, Símun Samuelsen og Guðjón Árni Antoníusson eitt hver.  Kenneth skoraði sjálfsmark og síðan skoruðu Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Bjarni Ólafur Eiríksson fyrir Val.

Keflavík hefur gengið vel í útileikjum gegn Val undanfarin ár og hefur ekki tapað síðustu sex útileikjum gegn Hlíðarendapiltum.  Síðasta útitapið gegn Val var árið 1997 en síðustu fjórum leikjum liðanna á heimavelli Valsmanna hefur lokið með jafntefli.

Úrslit í leikjum Vals og Keflavíkur á heimavelli Valsmanna hafa orðið þessi undanfarin ár:

2007

Valur - Keflavík

2-2 Þórarinn Kristjánsson
Baldur Sigurðsson
2006

Valur - Keflavík

0-0
2005

Valur - Keflavík

0-0
     2001    

Valur - Keflavík

1-1 Þórarinn Kristjánsson
1999

Valur - Keflavík

2-3 Gunnar Oddsson
Þórarinn Kristjánsson
Kristján Brooks
1998

Valur - Keflavík

0-1 Guðmundur Steinarsson
1997

Valur - Keflavík

2-1 Eysteinn Hauksson
1996

Valur - Keflavík

2-1 Eysteinn Hauksson
1995

Valur - Keflavík

0-0
1994

Valur - Keflavík

1-1 Marco Tanasic