Valur - Keflavík á mánudag
Mánudaginn 15. ágúst mætir Keflavík liði Vals í 14. umferð Landsbankadeildarinnar. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst kl. 19:15. Reikna má með hörkuleik enda er lið Vals í 2. sæti deildarinnar og Keflavík í hörkubaráttu um það 3. en FH er á toppnum með fullt hús stiga. Valsmenn unnu stórsigur í fyrri leik liðanna í sumar og okkar menn eiga því harma að hefna. Dómari leiksins verður Gylfi Þór Orrason, aðstoðardómarar þeir Einar K. Guðmundsson og Leiknir Ágústsson en eftirlitsmaður er Gísli Björgvinsson.
Keflavík og Valur hafa leikið 76 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Þess má geta að Sigurður Albertsson skoraði mark Keflavíkur í þeim leik. Keflavík hefur unnið 25 leikjanna, Valur hefur hins vegar sigrað 31 sinni en 20 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 111-121, Val í hag. Stærsti sigur Vals í leikjum liðanna var 7-1 sigur á Hlíðarenda árið 1987 og það er jafnframt mesti markaleikur sem liðin hafa háð. Stærstu sigrar Keflavíkur hafa verið með fjögurra marka mun, tveir 4-0 sigrar árið 1973 og 5-1 sigur árið 1964. Tveir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Val; Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Hlíðarenda árið 1998 og Stefán Örn Arnarson skoraði í fyrri leik liðanna í sumar.
Liðin hafa mæst sex sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1970 en síðast árið 1997. Keflavíkur hefur unnið 4 fjóra leiki en Valur 2; markatalan þar er 13-8 fyrir Keflavík. Einn leikmanna Keflavíkurliðsins í dag hefur skorað bikarmark gegn Val, Gestur Gylfason skoraði í eftirminnilegum sigri á Hlíðarenda árið 1997. Leiknum lauk 5-1 eftir framlengingu og Keflavík varð síðan bikarmeistari þar sem Gestur kom meira við sögu.
Liðin mættust í 5. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar. Þeim leik lauk með 5-1 sigri Valsmanna. Stefán Örn Arnarson skoraði mark Keflavíkur í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Baldur Aðalsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Val og Matthías Guðmundsson, Atli Sveinn Þórarinsson og Garðar Gunnlaugsson eitt hver. Keflavík hefur gengið þokkalega gegn Val á útivelli undanfarin ár. Í síðustu 10 leikjum þar hefur hvort lið unnið þrjá leiki en fjórum hefur lokið með jafntefli.
Úrslit í leikjum Vals og Keflavíkur á heimavelli Valsara hafa orðið þessi undanfarin ár:
2001 |
Valur - Keflavík |
1-1 | Þórarinn Kristjánsson | ||
1999 |
Valur - Keflavík |
2-3 | Gunnar Oddsson Þórarinn Kristjánsson Kristján Brooks | ||
1998 |
Valur - Keflavík |
0-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
1997 |
Valur - Keflavík |
2-1 | Eysteinn Hauksson | ||
1996 |
Valur - Keflavík |
2-1 | Eysteinn Hauksson | ||
1995 |
Valur - Keflavík |
0-0 | |||
1994 |
Valur - Keflavík |
1-1 | Marco Tanasic | ||
1993 |
Valur - Keflavík |
0-2 | Kjartan Einarsson Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Valur - Keflavík |
2-2 | Kjartan Einarsson 3 | ||
1988 |
Valur - Keflavík |
3-1 | Jón Sveinsson |