Valur - Keflavík í kvöld kl. 19:00
Valur og Keflavík mætast í kvöld kl. 19:00 í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í Egilshöllinni. Íslandsmeistarar Vals unnu alla sína leiki í riðlinum, voru með markatöluna 19-5 og eru á góðri keyrslu um þessar mundir. Þeir unnu einnig Atlantic bikarinn þegar þeir lögðu Færeyska liðið NSÍ með fimm mörkum gegn tveimur. Keflavík varð í öðru sæti síns riðils með markatöluna 12-10 í fimm leikjum en við unnum þrjá leiki og töpuðu tveimur.
Nú þegar stutt er í Íslandsmót þá ættu liðin vera farin að slípast vel en það eru einmitt þessi lið sem mætast í fyrsta leik í Keflavík 10. maí. Knattspyrnuáhugamenn ættu því að gera sér ferð í Egilshöllina og sjá góðan leik.
Áfram Keflavík!
Kenneth lætur til sín taka í leik liðanna síðasta sumar.
(Mynd: Jón Örvar)