Fréttir

Knattspyrna | 20. júní 2006

Valur-Keflavík á miðvikudag kl 19:15

Keflvíkingar mæta Valsmönnum í Landsbankadeildinni miðvikudaginn 21. júní kl 19:15 og leikið verður á Laugardalsvellinum.  Þetta er leikur í áttundu umferð og hafa Keflvíkingar sjö stig og Valsmenn tíu stig.  Keflavík hefur tapað þremur leikjum í röð á Íslandsmótinu og verða bara hreinlega að hysja upp um sig.  Afar þýðingamikill leikur fyrir okkur í baráttunni um að verða í efri hluta deildarinnar.  Í síðustu 9 leikjum liðanna á heimavelli Vals hefur Keflavík unnið þrjá leiki en Valur tvo, fjórum leikjum hefur lokið með jafntefli.  Keflavík hefur skorað tíu mörk og Valsmenn átta.  Í síðustu 18 leikjum milli félaganna, bæði að heiman og heima, hefur Keflavík unnið fimm leiki, Valur fjóra leiki og níu leikir endað með jafntefli.  Markatalan er Val í vil, 27-28.  Allt stefnir í hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

 

Keflvíkingar eru hvattir að mæta á leikinn og styðja við bakið á strákunum.  Ekki veitir af í þessari miklu leikjahrinu sem liðið er nú í.  Á föstudagsmorgun verður svo lagt í ferð til Norður-Írlands.

 

Sjáumst í Laugardalnum annað kvöld.

 

ÁFRAM KEFLAVÍK!

 

JÖA