Fréttir

Knattspyrna | 3. desember 2007

Vantar aðstoð á mánudag og þriðjudag

Nú er mikið um að vera í Reykjaneshöllinni.  Meistaraflokkur og nágrannar okkar úr Njarðvík tóku að sér að fjarlægja gamla grasið af höllinni.  Búið er að vinna hörðum höndum síðan á föstudag og gengur verkið vel miðað við aðstæður.  Unnið verður á mánudag og þriðjudag frá kl. 18:00 til 23:00 bæði kvöldin til að þetta verði klárt á miðvikudag.  Strákarnir þurfa alla þá aðstoð sem í boði er og horfa þeir nú til stuðningsmanna og biðja alla þá sem geta að koma í höllina á þessum tímum og aðstoða.  Okkar strákar eru að safna fyrir æfingarferð í vor og er hugur þeim.