Veisla fyrir Rajko
Rajko markmanns varð fertugur sl. mánudag og að sjálfsögðu var honum haldin veisla í tilefni dagsins. Veislan var eftir æfingu hjá meistaraflokki karla en þá var Rajko mættur á æfingu hjá meistaraflokki kvenna. En Ásdís Þorgilsdóttir þjálfari kvennaliðsins var svo sæt í sér að lána Rajko þegar lítið var eftir af þeirra æfingu. Rajko vissi ekkert hvað stóð til þegar hann var kallaður inn í vallarhús og þar beið hans góður hópur manna sem vildi samgleðjast honum. Rajko voru færðar gjafir frá leikmönnum, sem og stjórnar- og forráðamönnum deildarinnar. Nokkru síðar var bankað upp á og fyrir utan stóð meistaraflokkur kvenna og byrjaði að syngja fyrir Rajko. Og það var ekki búið, því allar fóru í röð og Rajko fékk koss frá þeim öllum. Sagan segir að sumar hafi farið aftur í röðina til að smella á Rajko sem var alsæll með þetta allt saman.
Myndir: Jón Örvar
Gummi færir Rajko treyju með áritun leikmanna meistaraflokks.
Þorsteinn formaður afhendir gjöf frá stjórnarmönnum og forráðamönnum Keflavíkurliðsins.
Rúnar og Kiddi hressir.
Rúnar fyrrverandi og Rajko.
Veislugestir.
Stelpurnar sungu fyrir afmælisbarnið.
Og allar vildu þær kyssa hann!
Ásdís þjálfari bíður spennt.
Hjördís gjaldkeri og Patrik Redo.