Fréttir

Knattspyrna | 25. mars 2005

Veislustjóri á Herrakvöldið

Hinn stórskemmtilegi knattspyrnumaður Halldór Einarsson, sjálfur Henson, verður veislustjóri á Herrakvöldi Keflavíkur sem haldið verður í Stapanum 4. maí n.k.  Henson hefur frá mörgu að segja enda sögumaður góður.  Trúlega mun Henson hafa með sér til reiðar góða menn.  Það kemur í ljós síðar.  Henson er einn virtasti maðurinn í íslensku íþróttalífi.  Hann hefur séð um það lengur en nokkur annar maður að klæða íslenskt íþróttafólk hinum sígildu Henson búningum.  Er svo komið að heilu fjölskyldurnar hafa stundað íþróttir í Henson búningum frá blautu barnsbeini og stendur Henson sig aldrei betur en í dag.

 


Hinn eini sanni Henson.
(Mynd af
www.henson.is)