Vel heppnað Intrum-mót
Laugardaginn 5. nóvember fór fram í Reykjaneshöllinni Intrum-mótið í 5. flokki kvenna. Þátttökulið auk Keflavíkur voru Breiðablik, Valur, Stjarnan og HK og var spilað í A-, B-, C- og D-liðum. Spilað var á fjórum völlum í 2x9 mín, alls fóru fram 36 leikir og mörkin urðu 212 og ekki annað hægt að segja en að höllin hafi iðað af lífi og fjöri þennan dag. Keppendur í mótinu voru 165. Í mótslok afhentu fulltrúar frá Intrum fyrirliðum liðanna sem lentu í fyrsta sæti bikar og að auki fengu allir keppendur þátttökupening. Síðast en ekki síst þá fengu keppendur ásamt starfsfólki sem vann við mótið glæsilegan bakpoka að gjöf frá Intrum. Til að kóróna frábæran dag fengu svo allir pizzu og gos.
Sigurvegarar í mótinu urðu:
A-lið: Breiðablik
B-lið: Stjarnan
C-lið: Breiðablik
D-lið: HK
Þjálfarar og aðstendendur þeirra liða sem sóttu Intrum-mótið létu virkilega vel að því og fannst þetta mjög gott mót og vel að öllu staðið. Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar (BUR) vill þakka þeim liðum er tóku þátt fyrir skemmtilegt mót. Þá vill BUR þakka Intrum fyrir gott og skemmtilegt samstarf við mótshaldið.