Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2004

Verðlaunahafar yngri flokka - Besti félaginn

Áfram höldum við með þá sem hafa fengið viðurkenningar í yngri flokkunum undanfarin ár.  Nú eru bestu leikmenn í einstökum stöðum komnir og þá er komið að næsta flokki sem er "Besti félaginn".  Segja má að þessi verðlaun séu með þeim mikilvægari enda skiptir miklu að byggja upp samstöðu og félagsanda hjá ungu knattspyrnufólki.  Það á eftir að skila sér eins og glöggt mátti sjá á þeirri baráttu og samstöðu sem einkenndi bikarmeistara Keflavíkur í úrslitaleiknum gegn KA á dögunum.

Þessi hafa verið valdir "Besti félaginn":

1998          Pálmi Ketilsson (5. flokki)
1999          Jóhann Ingi Sævarsson (5. flokki)
2000          Guðmann R. Lúðvíksson (6. flokki)
2001          Guðmundur Þórðarson (3. flokki)
2002          Jóhannes Hólm Bjarnason (3. flokki)
2003          Einar Trausti Einarsson (4. flokki)
2004          Óskar Rúnarsson (4. flokki)


Óskar Rúnarsson var valinn Besti félaginn í yngri flokkunum í ár.