Fréttir

Knattspyrna | 7. október 2004

Verðlaunahafar yngri flokka - Besti leikmaðurinn

Eftir að hafa farið yfir hin ýmsu verðlaun sem veitt hafa verið í yngri flokkunum er komið að því að skoða hverjir hafa verið valdir besti leikmaður yngri flokkanna undanfarin ár.  Það er sérstakt ánægjuefni að þrír þeir fyrstu á listanum eru allir orðnir lykilmenn í meistaraflokksliði Keflavíkur og sá fjórði hefur verið á bekknum seinni hluta sumars.  Þetta segir okkur tvennt.  Að með dugnaði og réttu hugarfari geta leikmenn yngri flokka náð langt á stuttum tíma.  Og að í Keflavík fá ungir og efnilegir leikmenn tækifæri eins og liðið í dag sannar rækilega.  Þetta ætti að vera iðkendum í yngri flokkum hvatning til að leggja sig fram og stefna hátt.

1998   Magnús Sverrir Þorsteinsson (3. flokki)
1999   Jónas Guðni Sævarsson (3. flokki)
2000   Ingvi Rafn Guðmundsson (3. flokki)
2001   Arnar Magnússon (3. flokki)
2002   Guðmundur Þórðarson (3. flokki)
2003   Ragnar Magnússon (3. flokki)
2004   Gísli Örn Gíslason (3. flokki)

 


Ingvi Rafn var besti leikmaður yngri flokka árið 2000.
(Mynd: Héðinn Eiríksson / Víkurfréttir)