Verðlaunahafar yngri flokka - Mestu framfarir
Enn höldum við áfram með þá sem fengið hafa viðurkenningar í yngri flokkunum. Nú er komið að þeim sem verðlaunaðir hafa verið fyrir mestu framfarir. Þessi verðlaun verða að teljast eftirsótt enda er þar verið að verðlauna þá sem hafa æft vel, lagt sig fram og bætt sig sem knattspyrnumenn. Eftirtaldir hafa fengið þessa viðurkenningu:
1998 Þorsteinn Þorsteinsson (6. flokki)
1999 Garðar Karlsson (4. flokki)
2000 Viktor Guðnason (5. flokki)
2001 Björn Vilhjálmsson (3. flokki)
2002 Birgir Arngrímsson (4. flokki)
2003 Helgi Eggertsson (4. flokki)
2004 Garðar Eðvaldsson (3. flokki)
Þau leiðu mistök urðu í yfirlitinu um „Besta félagann“ að rangt nafn kom þar fram fyrir árið 2003. Það ár varð Einar Trausti Einarsson úr 4. flokki fyrir valinu og biðjum við hann og lesendur síðunnar afsökunar á þessum mistökum.
Garðar Eðvaldsson úr 3. flokki fékk
viðurkenningu fyrir mestu framfarir í ár.