Fréttir

Knattspyrna | 4. október 2004

Verðlaunahafar yngri flokka - Sóknarmenn

Undanfarið höfum við verið að skoða hverjir hafa verið valdir bestu leikmenn yngri flokkanna undanfarin ár.  Við ljúkum því nú á sóknarmönnunum.  Þrír þeirra (Ingvi Rafn, Hafsteinn og Ólafur Jón) hafa þegar leikið með meistaraflokki og það er gaman að benda á að Ingvi Rafn Guðmundsson var valinn besti sóknarleikmaður yngri flokkanna þegar hann lék með 4. flokki en hefur leikið á miðjunni með meistaraflokki Keflavíkur og U-21 árs landsliði Íslands í sumar.

1998          Ingvi Rafn Guðmundsson (4. flokki)
1999          Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (3. flokki)
2000          Ragnar Aron Ragnarsson (3. flokki)
2001          Ragnar Aron Ragnarsson (3. flokki)
2002          Ólafur Jón Jónsson (3. flokki)
2003          Garðar Sigurðsson (3. flokki)
2004          Magnús Þórir Matthíasson (4. flokki)


Ingvi Rafn; besti sóknarmaður yngri flokka með 4. flokki árið 1998. 
Miðjumaður, bikarmeistari og leikmaður U-21 árs landsliðsins árið 2004.
(Mynd: Héðinn Eiríksson /
Víkurfréttir)