Fréttir

Knattspyrna | 5. nóvember 2004

Verðlaunahafar yngri flokka - Sóknarmenn

Áfram höldum við að skoða hverjir hafa hlotið viðurkenningar hjá yngri flokkunum og nú er komið að besta sóknarmanni yngri flokka kvenna.  Tvær systur hafa fengið þennan titil, þær Thelma og Helena.  Þær eru báðar hættar knattspyrnu í dag sem er synd því þær voru mjög efnilegar.

1998   Thelma Tryggvadóttir (3. flokki)
1999   Thelma Tryggvadóttir (3. flokki)
2000   Hildur Pálsdóttir (5. flokki)
2001   Helena Rós Þórólfsdóttir (5. flokki)
2002   Helena Ýr Tryggvadóttir (3. flokki)
2003   Íris Björk Rúnarsdóttir (5. flokki)
2004   Karen Sævarsdóttir (3. flokki)


Karen Sævarsdóttir var valin besti sóknarmaður yngri flokka kvenna árið 2004. 
Hún er er hér í leik með liði 3. flokks á Knowsley-mótinu í Liverpool í sumar.