Fréttir

Knattspyrna | 24. september 2007

Verður Keflavík Íslandsmeistari í kvöld?

Eldri flokkur Keflavíkur getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir ÍR inga heim í Breiðholtið.  Með sigri eða jafntefli er Íslandsmeistaratitillinn í höfn, sem yrði þá eini titill sumarsins hjá Keflavík.  ÍR liðið er sem stendur í 2. sæti og eygir möguleika á titlinum með sigri. Leikurinn hefst kl. 18:30 á ÍR velli.  Þess má geta að Pumasveitin mætir ekki á leikinn. ÁFRAM KEFLAVÍK !