Fréttir

Knattspyrna | 6. apríl 2011

Verið með í K-klúbbnum

K-klúbburinn verður starfræktur í sumar eins og undanfarin ár.  Það er hugur í forsvarsmönnum klúbbsins að gera enn betur í ár, sérstaklega eftir opnun félagsheimilisins sem gefur mikla möguleika.  Verð í K-klúbbinn verður kr. 23.000.  Innifalið í því er ársmiði á alla leiki í Pepsi-deildinni og veitingar fyrir leik.  Einnig kemur þjálfari liðsins í heimsókn fyrir leiki  þar sem hann fer yfir liðið og leikmenn og síðan er orðið gefið laust.  Síðan verður boðið upp á veitingar í hálfleik þar sem menn hittast og ræða frammistöðu liðsins og framhaldið yfir kaffibolla og kræsingum.  Allar upplýsingar vegna K-klúbbssins gefur Þorgrímur Hálfdánarson (Toggi) í s. 860-5281.  Við hvetjum stuðningsmenn til að taka þátt í starfi klúbbsins og vera í nánari tengslum við liðið og leikmenn um leið og fólk styður deildina.