Fréttir

Knattspyrna | 2. október 2007

Vesna, Danka og Jelena framlengja samning sinn við Keflavík

Serbnesku leikmennirnir okkar Vesna Smiljkovic, Danka Podovac og Jelena Petrovic hafa framlengt samninga sína við Keflavík til tveggja ára.  Er það mjög mikill fengur fyrir Keflavík að hafa náð að tryggja sér krafta þeirra næstu árin.  Vesna hefur verið hjá okkur í þrjú ár og hefur hún verið einn okkar albesti leikmaður og sannarlega einn besti leikmaður Landsbankadeildar.  Danka er búin að vera hjá okkur í tvö ár og hefur verið að koma gríðarlega sterk á þessu ári og er víst að hún verður enn sterkari næsta ár.  Jelena var á fyrsta ári sínu hjá Keflavík en áður var hún hjá Haukum.  Hún hefur sýnt í sumar að hún er sterkur markmaður og verður gaman að sjá hana takast á við næsta tímabil.  Þökkum við þeim fyrir þau tímabil sem þær hafa verið hjá Keflavík og bjóðum þær velkomnar í áframhaldandi samstarf með Keflavík.

Leikmennirnir eru núna farnar til Serbíu en vonumst við að koma þeim til landsins sem allra fyrst.

Við undirskrift voru Þórður Þorbjörnsson formaður meistaraflokksráðs kvenna og Salih Heimir Porca þjálfari meistaraflokks kvenna.


Danka, Vesna, Jelena og Salih Heimir Porca eftir undirskrift.


Vesna Smiljkovic,


Danka Podovac og


Jelena Petrovic ásamt Þórði Þorbjörns og Salih Heimir Porca eftir undirskrift.