Vesna og Danka komnar
Serbnesku leikmennirnir Vesna Smiljkovic og Danka Podovac sem spiluðu með okkur í fyrra eru komnar aftur til okkar. Vesna er búin að vera hjá okkur tvö tímabil og Danka kom til okkar í fyrra. Erum við mjög ánægð að fá til okkar þessa leikmenn, ekki bara það að þær eru góðir leikmenn heldur eru þær góðir félagar líka. Einnig höfum við fengið til okkar markmanninn Jelenu Petrovic sem spilaði með Haukum í fyrra. Viljum við bjóða þær allar velkomnar til Keflavíkur.
Salih Heimir Porca þjálfari, Vesna Smiljkovic, Jelena Petrovic og Danka Podovac.
ÞÞ