Fréttir

Knattspyrna | 1. júní 2004

Við ferðumst með SBK í sumar

Eins og áður hefur komið fram hefur knattspyrnudeildin gert samstarfssamning við SBK.  Samningurinn er einn af stærri samningum deildarinnar og mun breyta aðstöðu iðkenda hjá
deildinni vegna ferðalaga í leiki.  Vegna þessa vill Barna- og unglingaráð koma eftirfarandi á framfæri.

Þegar þjálfari tekur ákvörðun um að fara með rútu í keppnisferðir þá förum við með SBK og þarf hver og einn að greiða kr. 1.000 í fargjald.  Þessi háttur var hafður á sumarið 2003 og reyndist það vel.

Það jákvæða við þetta fyrirkomulag er að:
- allur hópurinn ferðast saman og samkennd myndast meðal leikmanna. 
- óvissa um það hverjir ættu annars að keyra er úr sögunni.
- þeir foreldrar sem hafa alltaf haft fullan bíl af leikmönnum eiga þakkir skyldar en það er óþarfi að þeir þurfi  að bera þá ábyrgð að koma öllum á áfangastað.
- að SBK styrkir Barna- og unglingaráð og fer styrkurinn eftir viðskiptum.

Það neikvæða við þetta fyrirkomulag er að:
- þetta er dýrt, kr. 1.000 í hvert skipti sem þarf að fara í keppnisferð og það safnast saman yfir sumarið.  Þess ber að geta að þeir leikmenn sem fengnir eru að láni á milli flokka þ.e. þeir sem spila upp fyrir sig þurfa ekki að greiða neitt.
- hugsast gæti að foreldrar mæti ekki á útileiki þar sem þeir þurfi ekki að keyra barninu sínu á áfangastað, en það þarf hver og einn að gera upp við sig hvort hann sjái sér fært að mæta á leiki.

Ef það verða laus sæti er foreldrum frjálst að koma með..

Ef um lengri ferðir er að ræða, t.d. til Akureyrar, er hætt við að rútuverðið verði hærra.

Þjálfari tekur ákvörðun hvort hann telur þörf á að leigja rútu eða ekki, sú staða getur komið upp að það henti betur að fara á bílum foreldra.

Barna- og unglingaráð telur að kostirnir við þetta fyrirkomulag séu fleiri en gallarnir og vonar að foreldrar séu sammála í þeim efnum.

Knattspyrnukveðja,
Barna- og unglingaráð