Við ferðumst með SBK í sumar
Við ferðumst með SBK í sumar! Samningurinn við SBK hefur verið endurnýjaður, þannig að yngri flokkar Keflavíkur ferðast með SBK eins og undanfarin 3 ár.
Að gefnu tilefni hefur verið ákveðið rútuverð fyrir þær ferðir sem farnar eru, það er eftirfarandi:
Keppnisferð til höfuðborgarsvæðisins kr. 1.000
Keppnisferð til Akraness, Borgarness eða Selfoss kr. 1.500
Lengri keppnisferðir, til dæmis Akureyri eða Vestmannaeyjar kr. 3.500
Að ferðast saman með rútu í leiki höfum við gert markvisst síðan 2003 og hefur það reynst vel. Að vísu er þetta kostnaðarsamt þegar sumarið er tekið saman en er þess virði vegna þess að með þessu fyrirkomulagi er óvissa um það hverjir eiga að keyra úr sögunni, liðið ferðast saman og hægt að nota ferðina til að þjappa hópnum saman.
Ef það verða laus sæti er foreldrum frjálst að koma með án endurgjalds
Þjálfari tekur ákvörðun hvort hann telur þörf á að panta rútu eða ekki, það getur komið upp sú staða að það henti betur að fara á bílum foreldra.
Barna og unglingaráð telur að kostirnir við þetta fyrirkomulag séu fleiri en gallarnir og vonar að foreldrar séu sammála í þeim efnum.
Barna & unglingaráð
Knattspyrnudeildar Keflavíkur