Víðisleiknum frestað, æfingaleikur á laugardag
Búið er að fresta leik Keflavíkur og Víðis sem átti að vera upphafsleikur afmælismóts Reykjaneshallarinnar. Vegna forfalla í liði Víðismanna þurfti að fresta leiknum um óákveðinn tíma. Við látum vita þegar búið er að finna nýjan leikdag. Næsti leikur Keflavíkur er æfingaleikur gegn liði Stjörnunnar laugardaginn 30. janúar kl. 10:00 í Reykjaneshöllinni.