Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2005

Viðræður við Lille

Franska úrvalsdeildarliðið Lille hefur boðið knattspyrnudeild Keflavíkur til viðræðna um samstarf félaganna.  Ekki er enn ljóst hvort af þessu samstarfi verður eða hvað í því gæti falist en það kemur í ljós næstu dögum.  Rúnar V. Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar, og Ásmundur Friðriksson framkvæmdastjóri halda til Frakklands í dag í boði franska liðsins.  Þeir munu ræða við forráðamenn Lille og fylgjast með síðasta heimaleik liðsins í frönsku deildinni í ár.  Þess má geta að Lille er nú í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á eftir Lyon og á góða möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.