Viðurkenningar á lokahófi
Á glæsilegu lokahófi knattspyrnudeildar voru veittar fjölmargar viðurkenningar fyrir frammistöðu sumarsins. Hér kemur yfirlit yfir viðurkenningarnar.
Meistaraflokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Jónas Guðni Sævarsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Baldur Sigurðsson
Besti félaginn: Guðmundur Steinarsson
Gullskór: Hörður Sveinsson, 9 mörk
Silfurskór: Guðmundur Steinarsson, 7 mörk
Mark ársins: Guðmundur Steinarsson gegn ÍA
Meistaraflokkur kvenna:
Besti leikmaðurinn: Hrefna Guðmundsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Elísabet Ester Sævarsdóttir
Besti félaginn: Ágústa Jóna Heiðdal
Gullskór: Nína Ósk Kristinsdóttir, 9 mörk
Silfurskór: Vesna Smiljkovic, 5 mörk
Mark ársins: Ásdís Þorgilsdóttir gegn ÍBV
2. flokkur karla:
Besti leikmaðurinn: Ólafur Þór Berry
Mestu framfarir: Garðar Eðvaldsson
Besti félaginn: Heiðar Arnarsson
Gunnar Magnús Jónsson fékk gjöf frá knattspyrnudeild en hann lætur nú af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.
Aðstandendur liðanna fengu þakkir fyrir störf sín í sumar, þ.e. þjálfarar, liðsstjórar, sjúkraþjálfarar og aðrir aðstoðarmenn.
Þeir leikmenn Keflavíkur sem voru valdir í landslið á árinu fengu viðurkenningu. Það voru þau Einar Orri Einarsson (U-17 ára), Ólafur Jón Jónsson (U-19 ára), Hörður Sveinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Magnús Þormar, Björg Ásta Þórðardóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir (U-21 árs.)
Veittar voru viðurkenningar fyrir fjölda leikja. Hörður Sveinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Guðjón Árni Antoníusson og Ómar Jóhannsson fengu viðurkenningu fyrir 50 leiki, Guðmundur Steinarsson fyrir 100 leiki og Gestur Gylfason fékk viðurkenningu fyrir 200 deildarleiki fyrir Keflavík.
Þá fengu fulltrúar stuðningshópa liðsins þakkir fyrir sitt framlag í sumar, Fjölskylduklúbburinn, Sportmenn og PUMA-sveitin.
Ágústa, Ester, Guðmundur Steinars og Baldur með verðlaun sín.