Víkingsleikurinn á sunnudag, Slóveni til reynslu
Við sögðum frá því í gær að Keflavík og Víkingur leika æfingaleik um helgina en leikurinn hefur nú verið færður til og verður á sunnudag í Reykjaneshöllinni kl. 15:00. Við minntumt einmitt á það að leikmenn Keflavíkurliðsins myndu jafnvel eiga erfitt með að aðlagast íslenskum aðstæðum eftir Portúgaldvölina...
Þess má geta að slóvenskur varnarmaður er nú til reynslu hjá okkur og mun leika gegn Víkingum. Hann heitir Alen Sutej og er 23 ára. Alen er hávaxinn vinstri fótar leikmaður, yfir 1,90 m á hæð, og hefur leikið stöðu miðvarðar hjá Livar og Ljubljana í efstu deild í Slóveníu.