Víkingur - Keflavík á miðvikudag
Keflvíkingar heimsækja Víkinga í 7. umferð Landsbankadeildarinnar miðvikudaginn 20. júní. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 19:15. Fyrir leikinn eru okkar menn í 3.-4 sæti deildarinnar með 11 stig en lið Víkings er í 5. sæti með 8 stig. Það er því mikið í húfi fyrir liðin að krækja í stig og styrkja stöðu sína í deildinni. Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Einar K. Guðmundsson og Oddbergur Eiríksson og eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.
Keflavík og Víkingur hafa leikið 38 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 19 leiki. Víkingar hafa sigrað 13 sinnum en sex sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 61-49, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984. Þrír leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað ein fimm mörk og þeir Guðmundur Steinarsson og Stefán Örn Arnarson eitt hvor.
Liðin hafa leikið þrisvar í bikarkeppninni, árin 1975, 1981 og 2006. Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö bikarmörk gegn Víkingum og þeir Jónas Guðni Sævarsson og Þórarinn Kristjánsson eitt hvor en þessi mörk voru að sjálfsögðu skoruð í 4-0 sigrinum í undanúrslitum VISA-bikarsins í fyrra.
Liðin léku að sjálfsögðu tvo leiki í Landsbankadeildinni í fyrra. Keflavík vann fyrri leikinn 2-1 á Keflavíkurvelli þann 19. maí. Hólmar Örn Rúnarsson kom Keflavík yfir en Davíð Þór Rúnarsson jafnaði áður en Stefán Örn Arnarson tryggði sigurinn á síðustu andartökum leiksins. Síðari leikurinn fór fram í Víkinni 19. júlí. Guðmundur Steinarsson kom Keflavík yfir en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði og lokatölur urðu 1-1.
Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:
2006 |
Víkingur - Keflavík |
1-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
2004 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Þórarinn Kristjánsson 3 | ||
2003 (B-deild) |
Víkingur - Keflavík |
1-1 | Ólafur Ívar Jónsson | ||
1999 |
Víkingur - Keflavík |
2-1 | Zoran Ljubicic | ||
1993 |
Víkingur - Keflavík |
0-1 | Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Óli Þór Magnússon 2 Kjartan Einarsson | ||
1988 |
Víkingur - Keflavík |
3-1 | Ragnar Margeirsson | ||
1985 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Ragnar Margeirsson 2 Sigurður Björgvinsson | ||
1984 |
Víkingur - Keflavík |
3-0 | |||
1983 |
Víkingur - Keflavík |
3-1 | Sigurður Björgvinsson |