Víkingur - Keflavík á sunnudag kl. 16:00
Keflvíkingar heimsækja Víkinga í 21. umferð og næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar sunnudaginn 25. september. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 16:00. Fyrir leikinn eru okkar menn í 7.-9 sæti deildarinnar með 21 stig en lið Víkings er í neðsta sæti með 12 stig. Það þarf auðvitað ekki að taka fram hve mikið er í húfi fyrir Keflavík í þessum leik og við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna og hvetja okkar menn. Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar þeir Magnús Jón Björgvinsson og Haukur Erlingsson og eftirlitsmaður KSÍ er Þórarinn Dúi Gunnarsson.
Keflavík og Víkingur hafa leikið 41 leik í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 21 leik. Víkingar hafa sigrað 13 sinnum en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 65-50, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984. Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö mörk gegn Víkingum í efstu deild og Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitt hvor.
Liðin hafa leikið þrisvar í bikarkeppninni, árin 1975, 1981 og 2006. Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö bikarmörk gegn Víkingum.
Liðin léku fyrr í sumar á Nettó-vellinum og þá vann Keflavík 2-1. Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson gerðu mörk Keflavíkur en Viktor Jónsson skoraði fyrir Víkinga.
Það hefur verið lítill samgangur milli Keflavíkur og Víkings í gegnum árin en Keflvíkingurinn Magnús Þormar stendur nú í marki Víkinga og áður höfðu Helgi Björgvinsson og Sigurgeir Kristjánsson leikið með báðum liðum
Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:
2007 |
Víkingur - Keflavík |
1-2 | Þórarinn Kristjánsson Guðmundur Steinarsson | ||
2006 |
Víkingur - Keflavík |
1-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
2004 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Þórarinn Kristjánsson 3 | ||
2003 (B-deild) |
Víkingur - Keflavík |
1-1 | Ólafur Ívar Jónsson | ||
1999 |
Víkingur - Keflavík |
2-1 | Zoran Ljubicic | ||
1993 |
Víkingur - Keflavík |
0-1 | Óli Þór Magnússon | ||
1989 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Óli Þór Magnússon 2 Kjartan Einarsson | ||
1988 |
Víkingur - Keflavík |
3-1 | Ragnar Margeirsson | ||
1985 |
Víkingur - Keflavík |
2-3 | Ragnar Margeirsson 2 Sigurður Björgvinsson | ||
1984 |
Víkingur - Keflavík |
3-0 |