Víkingur - Keflavík á sunnudag kl. 19:15
Það verður enn einn sex stiga leikurinn þegar okkar menn heimsækja Víkinga í 12. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn verður á Víkingsvelli sunnudaginn 19. júlí kl. 19:15. Fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig en Víkingar eru í 10. sæti með níu stig.
Dómararnir
Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason, aðstoðardómarar þeir Björn Valdimarsson og Smári Stefánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Stefán Maríasson.
Stuðullinn
1 | X | 2 | |
Lengjan | 1,65 | 3,00 | 3,55 |
Getraunanúmer Keflavíkur er 230.
Efsta deild
Keflavík og Víkingur hafa leikið 45 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1970. Keflavík hefur haft betur í viðureignum liðanna í gegnum árin og unnið 22 leiki. Víkingar hafa sigrað 16 sinnum en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 70-58, Keflavík í vil. Stærsti sigur Keflavíkur er 4-0 sigur árið 1979 en stærsti sigur Víkings var 3-0 sigur á Laugardalsvelli árið 1984.
Liðin hafa leikið 22 sinnum á heimavelli Víkinga í efstu deildinni. Þar hefur Keflavík unnið átta leiki, tveimur hefur lokið með jafntefli en Víkingar hafa unnið tólf leikjanna. Markatalan í útileikjum gegn Víkingum er 30-37 fyrir Víking.
Sex af leikmönnum okkar í dag hafa skorað gegn Víkingum í efstu deild en Hörður Sveinsson hefur gert þrjú mörk og þeir Guðjón Árni Antoníusson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Hólmar Örn Rúnarsson hafa gert eitt mark hver.
Alls hafa 36 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Víkingum í efstu deild. Þar er Ragnar Margeirsson efstur á blaði með níu mörk og næstur kemur Þórarinn Kristjánsson með sex talsins.
B-deild
Liðin léku saman í B-deildinni árið 2003 og gerðu þá jafntefli í báðum leikjunum, 1-1 og 0-0. Liðin léku einnig bæði í næstefstu deild á upphafsárum Keflavikur í Íslandsmótinu, árin 1957 og 1958. Liðin léku þá þrjá leiki sem Keflavík vann alla og markatalan var 9-2.
Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið fjórum í bikarkeppninni, árin 1975, 1981, 2006 og 2014 Keflavík hefur unnið alla leikina og er með markatöluna 10-1. Síðast léku liðin undanúrslitum keppninnar í fyrrasumar og þá vann Keflavík í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli.
Síðast
Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar fyrr í sumar á Nettó-vellinum. Víkingar unnu þann leik 3-1 þar sem Hörður Sveinsson skoraði fyrir Keflavík en Davíð Örn Atlason, Igor Taskovic og Ívar Örn Jónsson gerðu mörk Víkings.
Bæði lið
Það hefur verið lítill samgangur milli Keflavíkur og Víkings í gegnum árin. Þó hafa Magnús Þormar, Helgi Björgvinsson og Sigurgeir Kristjánsson leikið með báðum liðum. Nú er einn fyrrverandi leikmaður Víkings í okkar röðum en Páll Olgeir Þorsteinsson lék nokkra leiki með Víkingum í fyrra og árið þar áður, reyndar sem lánsmaður frá Breiðabliki.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:
Dags. | Keppni | Áh. | Úrslit | Mörk Keflavíkur |
14.07.2014 | A-deild | 1347 | 3-1 | Hörður Sveinsson 42. |
Haraldur Freyr Guðmundsson fékk rautt spjald | ||||
25.09.2011 | A-deild | 680 | 2-1 | Magnús Þorsteinsson 73. |
20.06.2007 | A-deild | 700 | 1-2 |
Þórarinn Kristjánsson 46. Guðmundur Steinarsson 90. (v) |
18.07.2006 | A-deild | 902 | 1-1 | Guðmundur Steinarsson 42. |
13.08.2004 | A-deild | 525 | 2-3 |
Þórarinn Kristjánsson 35. (v) Þórarinn Kristjánsson 65. Þórarinn Kristjánsson 69. |
Þórarinn skoraði einnig í 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna þetta sumar | ||||
11.07.2003 | B-deild | - | 1-1 | Ólafur Ívar Jónsson 37. |
20.05.1999 | A-deild | 603 | 2-1 | Zoran Daníel Ljubicic 65. |
22.07.1993 | A-deild | 296 | 0-1 | Óli Þór Magnússon 87. |
01.07.1989 | A-deild | 238 | 2-3 |
Kjartan Einarsson 8. Óli Þór Magnússon 11. Jón Sveinsson 34. |