Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2006

Víkingur - Keflavík á þriðjudag kl. 19:15

Keflvíkingar fara í Víkina á þriðjudaginn 18. júlí og mæta Víkingum kl. 19:15 í Landsbankadeildinni.  Bæði lið með 14 stig og Keflavík með betra markahlutfall.  Þegar þetta er skrifað er Keflavík í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Val og Fylki en Valur hefur spilað einum leik fleira en hin liðin.  Það er stutt á milli hláturs og gráturs í deildinni eins og hún spilast nú.  Að vinna Víking og ef Fylkir vinnur ekki sinn leik í Grindavík, þá er annað sætið okkar.  Víkingar hafa ávallt verið okkur erfiðir andstæðingar og þeir munu gefa allt sem þeir eiga í þennan leik.  Ef þeir vinna er annað sætið þeirra.  Hörkuleikur framundan hjá þessum góðu liðum.

Það er því enginn smáleikur sem Keflavík er að fara í gegn Víkingum.  En með hjálp góðra stuðningsmanna er allt hægt.  Ef stuðningurinn verður eins og í leiknum gegn ÍBV heima þá verðum við í góðum málum.  Stuðningurinn sem liðið fékk á móti ÍBV var stórkostlegur.  Að sjálfsögðu var PUMA-sveitin þar áberandi og fékk okkar stuðningsmenn með sér í söngvum og köllum.  Ég segi það fyrir víst að strákarnir okkar í liðinu fundu hressilega fyrir stuðningnum sem þeir fengu þá og það gaf þeim þetta AUKA sem menn þurfa í leikjum sem þeir eru að spila.

Sjáumst á þriðjudaginn kl 19:15 í Víkinni.
AFRAM KEFLAVÍK!!

JÖA

Úrslit í leikjum Víkings og Keflavíkur á heimavelli Víkinga hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2004    

Víkingur - Keflavík

2-3 Þórarinn Kristjánsson 3
2003 (B-deild)

Víkingur - Keflavík

1-1 Ólafur Ívar Jónsson
1999

Víkingur - Keflavík

2-1 Zoran Ljubicic
1993

Víkingur - Keflavík

0-1 Óli Þór Magnússon
1989

Víkingur - Keflavík

2-3 Óli Þór Magnússon 2
Kjartan Einarsson
1988

Víkingur - Keflavík

3-1 Ragnar Margeirsson
1985

Víkingur - Keflavík

2-3 Ragnar Margeirsson 2
Sigurður Björgvinsson
1984

Víkingur - Keflavík

3-0
1983

Víkingur - Keflavík

3-1 Sigurður Björgvinsson
1982

Víkingur - Keflavík

3-1 Ragnar Margeirsson