Fréttir

Knattspyrna | 6. október 2007

Viktor skrifar undir

Enn einn af okkar efnilegu leikmönnum hefur skrifað undir samning við Keflavík og að þessu sinni er það Viktor Gíslason sem skrifaði undir tveggja ára samning.  Viktor er aðeins 16 ára gamall en geysilega efnilegur og innan raða félagsins er reiknað með því að hann fari mjög fljótlega að láta að sér kveða með meistaraflokki.  Hann á reyndar ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana enda kominn af miklum fótboltafjölskyldum í báðar ættir.  Keflavík hefur lagt mikla áherslu á að ganga frá samningum við okkar efnilegustu leikmenn og það er ánægjulegt að sjá að Viktor hefur bæst í þann hóp og við eigum örugglega eftir að sjá mikið til hans á knattspyrnuvellinum næstu árin.


Viktor eftir undirritunina.


Rúnar formaður og Viktor ganga frá samningnum.