Fréttir

Knattspyrna | 15. desember 2004

Víkurásmót 3. flokks

Laugardaginn 11. desember var spilað í Víkurásmótinu hjá 3. flokki karla, leikið var í Reykjaneshöll.  Keflavík stóð fyrir þessu móti og var leikið hjá A-liðum frá kl. 8:30 - 13:30 og hjá B-liðum kl. 14:00 - 19:00.  

Í keppni A-liða tóku þátt Keflavík, Njarðvík, Víðir/Reynir, ÍA og Grótta.  Í keppni B-liða tóku þátt Keflavík, Njarðvík, Víðir/Reynir, ÍA og Ægir/Hamar. Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru það piltarnir úr Njarðvík sem stóðu uppi sem sigurvegarar í keppni A- og B-liða.  Keflavík endaði í 3. sæti í A og B.

Myndir: Hermann Hermannsson.


Hér tekur fyrirliði B-liðs Njarðvíkur við sigurlaununum úr
höndum Þorsteins Sigvaldasonar stjórnarmanns BUR.


Sigurlið Njarðvíkur í keppni A-liða.