Víkurfréttir fengu Fjölmiðlagyðjuna
Víkurfréttir hlutu Fjölmiðlagyðju Knattspyrnudeildar Keflavíkur árið 2007 en félagið hefur verðlaunað þann fjölmiðil á Íslandi sem hefur staðið sig best í umfjöllun knattspyrnunar með þessum glæsilega grip. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, afhenti Páli Ketilssyni, ritstjóra Víkurfrétta, Fjölmiðlagyðjuna í sérstöku hófi í félagsheimili Keflavíkur í vikunni.
Við þetta tækifæri afhenti Rúnar mörgum öðrum góðum stuðningsaðilum sem stutt hafa félagið viðurkenningu. Hann fór einnig yfir árangur liðsins í ár sem allir voru sammála um að hefði getað verið betri. Rúnar lætur af störfum sem formaður félagsins um áramót en hann hefur sinnt því starfi í áratug og á þeim tíma hefur Keflavík meðal annars unnið til tveggja bikarmeistaratitla.
Myndir: Víkurfréttir
Páll kominn með Fjölmiðlagyðjuna.
Fulltrúar stuðningsaðila Knattspyrnudeildar.