Fréttir

Vinaleikir hjá 8. flokki gegn Breiðablik
Knattspyrna | 25. júní 2012

Vinaleikir hjá 8. flokki gegn Breiðablik

8. flokkur Keflavíkur hefur verið starfræktur síðan árið 2001.  Síðustu fjögur ár hafa skapast skemmtileg vinatengsl við Breiðablik og hafa félögin skipst á að heimsækja hvort annað yfir sumartímann og spilað æfingaleiki.  Í 8. flokki eru börn á aldrinum 3-5 ára og er virkilega skemmtilegt að sjá svo ung börn hlaupa um knattspyrnuvöllinn í búningi síns félags.  Það er ekki alltaf ljóst hjá þeim í hvort markið á að skora eða í hvora áttina á að hlaupa en það skiptir engu máli á þessum aldri.

Gleðin og ánægjan skein úr augum barnanna sem og foreldra þegar Blikar komu í heimsókn til okkar í s.l. viku á nýja æfingasvæðið.  Liðsmenn Keflavíkur fengu allir keppnisbúning frá félaginu sem setti skemmtilegan svip á leikina (því miður voru aðeins nokkrir Blikar í Blikabúning). 

Meðfylgjandi myndir voru teknar úr leikjunum og segja meira en mörg orð.


Gullmoli dagsins: Þessi ungi Bliki vildi fá að spila með Keflavík af því að hann var með Puma merki á búningnum sínum eins og Keflvíkingar smiley


Arnþór aðstoðarþjálfari leggur línurnar fyrir næsta leik.


Foreldrar, bræður, systur, afar og ömmur fylgdust spennt með.


Þakkað fyrir leikina í leikslok.


Það er víst best að byrja snemma að venja sig við myndavélarnar.