VISA-bikarinn - Úrslitaleikur
Úrslitaleikur í VISA-bikarnum KA-KEFLAVÍK verður laugardaginn 2. október kl. 14:00 í beinni útsendingu á RÚV.
Miðaverð:
17 ára og eldri: kr. 1500 (kr. 1300 í forsölu).
11-16 ára: kr. 500 á Laugardalsvelli (fá frímiða í K-heimili við Hringbraut á forsölutíma).
Frítt fyrir yngri en 10 ára.
VISA-korthafar: kr. 1000 í forsölu.
Forsala verður í K-húsinu við Hringbraut fimmtudag kl. 15:00-19:00 og föstudag kl. 13:00-19:00. Þar verður einnig hægt að kaupa húfur, trefla og gamla búninga á sanngjörnu verði.
Heiðursgestur leiksins verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, en þetta er í 15. sinn sem forsætisráðherra er heiðursgestur á úrslitaleik bikarkepninnar.
Starfsmenn leiksins: | |
Dómari: | Kristinn Jakobsson |
Aðstoðardómari 1: | Pjetur Sigurðsson |
Aðstoðardómari 2: | Ólafur Ingvar Guðfinnsson |
Varadómari: | Egill Már Markússon |
Eftirlitsmaður KSÍ: | Eiríkur Helgason |
• Upphitun stuðningsmanna Keflavíkur verður á Brodway, Ásbyrgi og opnar húsið kl. 11:00 Þar verður boðið upp á andlitsmálun, flottasti stuðningsmaðurinn verður kosinn úr hópi stuðningsmanna. Hvatningarhróp og söngvar æfðir. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta, veitingar verða í boði fyrir börn og fullorðna.
• Verði jafnt eftir venjulegan leiktíma verður framlengt um 2 x 15 mín. Ef enn verður jafnt eftir framlengingu, verða úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni..
• KA hefur aldrei hampað bikarmeistaratitli en tvisvar leikið til úrslita, 1992 og 2001.
• Keflavík hefur tvívegis orðið bikarmeistari, árin 1975 og 1997. Keflavík hefur leikið til úrslita árin 1973, 1982, 1985, 1988 og 1993.
• KA hefur skorað 6 mörk í VISA-bikarnum í ár, þar af 4 í einum leik gegn Víkingi í 16 liða úrslitum.
• Keflavík hefur skorða 6 mörk í VISA-bikarnum í ár, líkt og KA en hefur ekki fengið á sig mark í kepninni.
• Keflavík hafnaði í 5. sæti Landsbankadeildarinnar, en KA í því 10. og féll í 1. deild.
• Keflavík vann báða leikina gegn KA í viðureignum liðanna í sumar, 1-2 á Akureyri og 1-0 í Keflavík