Fréttir

Knattspyrna | 19. júní 2005

VISA-bikarinn á mánudag

32-liða úrslit VISA-bikarkeppninnar hefjast á mánudag og heimsækir Keflavík þá Fjölni í Grafarvogi  kl. 19:15.  Keflavík hefur titil að verja í keppninni og allt verður lagt í sölurnar til að halda bikarnum í Keflavík.  Fjölnismenn eru þó sýnd veiði en ekki gefin.  Lið þeirra samanstendur af lánsleikmönnum frá efrideildarliðum sem flestir koma frá FH og KR.