Knattspyrna | 29. júlí 2003
VISA REY CUP
Alþjóðlega knattspyrnumótinu VISA REY CUP lauk á sunnudag. Keflavík stóð sig vel á þessu móti. Stúlkurnar í 4. flokki tryggðu sér 3. sætið, með sigri á Þrótti Reykjavík 3 - 1. Piltarnir í 4. flokki A enduðu í 7. sæti af 16 liðum. Liðið steinlá gegn Ipswich í átta liða úrslitunum 6 - 0 en Ipswich stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Cambridge í úrslitaleik. Keflavík sigraði svo Hauka í leik um 7. sætið. B-liðið endaði í 6. sæti þar sem liðið tapaði gegn A-liði Ægis í leik um 5. sætið. Þátttakendur voru mjög ánægðir með mótið sem var í alla staði mjög vel heppnað. Öll úrslit ásamt myndum úr mótinu má nálgast á
heimasíðu mótsins.