Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2010

Völlurinn okkar - fyrir og eftir

Sunnudaginn 4. júlí er loksins komið að því að vígja Sparisjóðsvöllinn sem hefur svo sannarlega gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.  Óhætt er að segja að þetta sé langþráð stund fyrir knattspyrnumenn og knattspyrnuáhugamenn í Keflavík enda hefur lengi staðið til að taka völlinn í gegn.  Búið er að skipta um undirlag og setja í völlinn hitalagnir, vökvunarkerfi, frárennslislagnir og örugglega margt fleira sem við kunnum ekki að nefna.  Þá er sjálfur völlurinn orðinn mun stærri en áður.  Þegar svona hressilegri andlitslyftingu er lokið er rétt að líta til baka og þá er ekki verra að birta nokkrar fyrir og eftir myndir.  Jón Örvar Arason, líðsstjóri Keflavíkurliðsins og yfirljósmyndari Knattspyrnudeildar, fylgdist vel með framkvæmdunum við völlinn og tók reglulega myndir af því sem fram fór.  Við birtum hérna nokkrar myndir úr safni Jóns sem sýna vel breytinguna á vellinum okkar.  Og þá er bara að skella sér á völlinn og skoða herlegheitin.  Jú, svo erum við líka að spila gegn Íslandsmeisturum FH í vígsluleiknum...



Fyrsta skrefið: grasinu flett burt.  20. október 2009.




Stórvirkar vinnuvélar... 5. nóvember 2009.




Og jólin nálgast. 15. desember 2009.




Nýtt ár runnið upp. 28. janúar 2010.




Frekar kuldalegt um að lítast. 7. mars 2010.




Vor í lofti... 24. mars 2010.




Og sumarið alveg á leiðinni... 28. apríl 2010.




Allt er vænt... 12. maí 2010.




Á lokastigi... 15. júní 2010.


Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík 3. júlí 2010.