Vonbrigði í Eyjum
Keflavík tapaði fyrsta leik sínum í Landsbankadeildinni í Eyjum á sunnudag, 1-2. Heilt yfir var leikurinn nokkuð jafn og ekki mikið um færi. Eyjamenn, sem spáð er fallsæti í deildinni, höfðu sigurviljann í þessum leik, börðust um hvern bolta, unnu tæklingarnar og flest öll skallaeinvígi en það er sem þarf til að vinna leiki og landa þremur stigum. Þær miklu væntingar sem gerðar hafa verið til liðsins rættust ekki í þessum leik. Nú er það leikmanna og þjálfara að vinna úr því en okkar hinna að styðja við bakið á þeim, sama á hverju dynur. Fyrsti leikurinn er að baki og nú snúum við bökum saman og sínum okkar rétta andlit á föstudaginn á móti Víkingum á okkar heimavelli, fyllum nýju sætin og hvetjum okkar menn til sigurs. ási
Símun og félagar fagna markinu.
(Mynd: Jón Örvar Arason)